Jólaopnun í dægradvöl 2017

Ágætu foreldrar,

Jólin 2016 var í fyrsta skipti boðið upp á jólaopnun í dægradvölum Kópavogs. Reynslan var sú að dagarnir fram að jólum voru ágætlega nýttir en dagarnir milli jóla og nýárs voru afar illa nýttir og mættu aðeins örfá börn í hverja dægradvöl.

Til að bregðast við þessu var ákveðið að breyta fyrirkomulagi þjónustunnar. Í ár verður boðið upp á opnun 21. og 22. desember í hverri dægradvöl fyrir sig. Dagana milli jóla og nýárs og 2. janúar 2018 verður hins vegar opið fyrir öll börn í tveimur dægradvölum í Kópavogi; í Álfhóli, Álfhólsskóla fyrir nemendur úr neðri byggðum (Álfhólsskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Smáraskóla og Snælandsskóla) og í Hörðuheimum, Hörðuvallaskóla fyrir nemendur í efri byggðum (Lindaskóla, Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla).

Sett verður upp sérstök dagskrá fyrir starfið þessa opnunardaga sem verður sniðin að þeim hópi sem þiggja mun þjónustuna á hvorum stað fyrir sig. Dagskráin verður send til foreldra bráðlega.

Þess verður jafnframt gætt að starfsmaður frá hverri dægradvöl verði starfandi í jólaopnun svo öll börn hafi starfsmann frá sinni dægradvöl.

 

Opið verður frá 8:00 – 16:00 á eftirtöldum dögum:
Fimmtudagur 21. des í dægradvöl skólans

Föstudagur 22. des í dægradvöl skólans

Miðvikudagur 27. des í Álfhól og Hörðuheimum

Fimmtudagur 28. des í Álfhól og Hörðuheimum

Föstudagur 29. des. í Álfhól og Hörðuheimum

Þriðjudagur 2. jan. í Álfhól og Hörðuheimum

 

Þessa daga þarf að skrá sérstaklega í íbúagátt Kópavogsbæjar og verður innheimt sérstaklega eitt fast gjald fyrir hvern valinn dag, óháð dvalarstundafjölda. Gjald fyrir hvern dvalardag er 1.925 kr. og verður rukkað samkvæmt skráningu.

Börnin þurfa að koma með nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu þessa daga.

 

Athugið að þátttaka í hvora jólaopnun fyrir sig miðast við 15 börn að lágmarki hvern dag. Náist ekki sá fjöldi sjáum við okkur því miður knúin til að hætta við opnun. Ef til þess kemur verður það tilkynnt þegar skráning liggur fyrir.

Skráning fer fram hér: https://ibuagatt.kopavogur.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f 

Skráningu lýkur föstudaginn 1. desember 2017

 

Kær kveðja,
Maríanna Guðbergsdóttir
Forstöðukona Drekaheima

Posted in Fréttaflokkur.