Dagur Íslenskrar tungu

Í dag 16.nóvember er Dagur Íslenskrar tungu. Af því tilefni hittust nemendur í 4., 6. og 7. bekk í sal skólans við hátíðlega athöfn þar sem Litla- og Stóra upplestrarkeppnirnar voru settar. Undanfarin ár höfum við tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni en í vetur erum við að taka í fyrsta skipti þátt í Litlu upplestrarkeppninni en hún er ætluð fyrir nemendur í 4.bekk, en markmið hennar er að nemendur keppist við að verða betri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Sigurvegarar okkar í Stóru upplestrarkeppninni í fyrra þau Björgvin Ingi Ólafsson og Saga Guðlaugsdóttir lásu ljóð, Iðunn María Hrafnkelsdóttir spilaði á hljóðfæri og stúlkur úr 7. bekk enduðu svo athöfnina á dansatriði.

Posted in Fréttaflokkur.