Dagskrá á fullveldisdegi

Þann 1. desember síðastliðinn var dagskrá í tilefni fullveldisdagsins.  Dagana á undan höfðu nemendur Smáraskóla verið að vinna með fullveldisþema þar sem hver árgangur fékk ákveðinn þátt til að vinna með. Til dæmis voru 1.bekkirnir að vinna með sögu íslenska fánans, 2.bekkirnir með alþingi Íslendinga, 4.bekkir forseta lýðveldisins o.s.frv. Afrakstur þessarar vinnu var sýndur á opnu húsi þar sem gestum og gangandi var boðið að koma í heimsókn. Nemendur í 10.bekk voru með kaffisölu á opna húsinu en allur ágóði af kaffisölunni verður notaður til að fjármagna útskriftarferð þei  rra í vor. Við þökkum öllum þeim sem gáfu sér tíma til að koma og skoða afrakstur þemavinnunnar kærlega fyrir komuna.  Fleiri myndir frá opna húsinu má nálgast á fésbókarsíðu skólans á slóðinni:   https://www.facebook.com/Smaraskoli/posts/1973478522879072

Posted in Fréttaflokkur.