Foreldrafélag Smáraskóla heldur hinn árlega laufabrauðsdag næstkomandi laugardag.
Við ætlum að hittast á milli 11 og 14 og skera út laufabrauð og steikja – jólatónlist mun hljóma á meðan og allir geta keypt sér veitingar hjá 7. bekk sem er með fjáröflun.
Hver og einn kemur með sitt deig. Deigið fæst frosið í næsta stórmarkaði og þarf heila nótt til að þiðna svo vel fari.
Óskað er eftir að steikingameistarar sendi foreldrafélaginu línu um að þeir geti staðið við pottana.
Laufabrauðshnífar fást t.d. í BYKO en svo er líka hægt að mæta með einfaldan hníf til að skreyta.
7. bekkur selur veitingar til að safna fyrir ferð á Reyki og Laugavegsgöngu.
Atburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1682474152066841/
Laufabrauðsdagur foreldrafélagsins 26. nóvember
Posted in Fréttaflokkur.