Laufabrauðsbakstur foreldrafélags Smáraskóla 2022

Hinn árlegi laufabrauðssteikingardagur foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn næstkomandi laugardag 3. desember. Dagskráin mun standa frá kl.10:00 til kl.14.00. Í boði verður hinn hefðbundni laufabrauðsskurður og steiking, en að auki mun Skólahljómsveit Kópavogs koma og spila fyrir okkur kl.11.00. Laufabrauðskökur verða ekki […]

6. bekkur – Dagur stærðfræðinnar

Á degi stærðfræðinnar þann 14. mars síðastliðinn stóð Flötur, félag stærðfræðikennara, fyrir ljósmyndasamkeppni. Öllum skólum á landinu bauðst að taka þátt og þáverandi 6. bekkur í Smáraskóla var einn af þátttakendum í þeirri keppni. Keppnin gekk út á að tengja saman […]

Undirritun samnings við UNICEF

Fjórir grunnskólar, frístundir og félagsmiðstöðvar undirrituðu í dag samning við UNICEF um innleiðingu réttindaskóla, réttindafrístund og réttindafélagsmiðstöð. Á myndinni má sjá fulltrúa frá Álfhólsskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla og Smáraskóla sem munu allir hefja innleiðingu á næstunni.

Skólakór Smáraskóla fyrir 5.-10.bekk

Skólakór Smáraskóla fyrir 5.-10.bekk verður á mánudögum kl 14.15-15.15 í tónmenntastofu. Kórstjóri: Ásta Magg Skráning á astama(hjá)kopavogur.is Æfingar hefjast 29.ágúst

Skólakór

Barnakór Smáraskóla fyrir 2.-4. bekk verður á þriðjudögum kl 14.15-14.55 í tónmenntastofu. Kórstjóri Ásta Magg. Skráning á astama(hjá)kopavogur.is

Skólabyrjun

Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst. Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna og hefja skólastarf. Foreldrar eru velkomnir til skólasetningar. Verðandi 1. bekkingar fá boð frá sínum […]