6. bekkur – Dagur stærðfræðinnar

Á degi stærðfræðinnar þann 14. mars síðastliðinn stóð Flötur, félag stærðfræðikennara, fyrir ljósmyndasamkeppni.

Öllum skólum á landinu bauðst að taka þátt og þáverandi 6. bekkur í Smáraskóla var einn af þátttakendum í þeirri keppni.
Keppnin gekk út á að tengja saman stærðfræðina, umhverfið og ljósmyndun. Hver bekkur mátti senda eina ljósmynd í keppnina.
Börnin í þáverandi 6. bekk Smáraskóla tóku flestöll þátt í að prófa að mynda og tengja þetta saman. Í kjölfarið voru myndirnar skoðaðar og svo tilnefndu nemendur myndir til að senda í keppnina fyrir hönd bekkjarins. Í lokin kusu þau eina mynd þar sem áhersla var lögð á að nemendur kysu eftir því hvort þau teldu myndina eiga erindi eða bestu möguleikana í keppnina.
Seint í vor eftir að skólaslit í Smáraskóla var ljóst að 6. bekkur vann keppnina í sínum aldursflokki. Það var því augljóst að nemendur höfðu valið vel og sent góða mynd í keppnina fyrir hönd bekkjarins.

Hér meðfylgjandi eru myndir, annars vegar ljósmyndin sem vann keppnina og svo mynd af ljósmyndurum myndarinnar taka á móti verðlaununum. En skólinn fékk sett af Tangram kubbum ásamt því að allur bekkurinn fær gjafabréf í ísbúð.

Posted in Fréttaflokkur.