Barnamenningarhátíð, Barna- og Skólakór ásamt Marimbasveit

Barnakór og Skólakór Smáraskóla tóku þátt í Barnamenningarhátíð Kópavogs. Kórarnir sungu einir og einnig með kórunum úr Hörðuvallaskóla og Kársnesskóla.
Þetta er þriðja árið í röð sem kórarnir taka þátt í þessari hátíð og í ár fengu krakkarnir að syngja Komandi kynslóðir með Kjalari og Írísi sem þau sungu ásamt krakkahóp úr Krakkaskaupinu 2023.
Marimbasveit Smáraskóla kom einnig fram á sviðinu í Salnum á Barnamenningarhátíð Kópavogs. Þar hélt sveitin vortónleika sína þar sem hún flutti þjóðlög frá Zimbawbe ásamt öðrum lögum.
Skólakór Smáraskóla er á leiðinni á kóramót í Danmörku 8.-12.maí. Kórinn hefur verið í fjáröflun í allan vetur og gengið vel með samheldnum hópi foreldra kórmeðlima. 30 manna hópur aðstandenda fer með kórnum í ferðalagið og er mikil spenna í hópnum. Á kórmótinu í Fredericia í Danmörku mun kórinn læra lög í smiðjum. Þema mótsins er norræn saga og goðafræði.
Framundan hjá Marimbasveitininni er heimsækja marimbasveitir á Húsavík næsta haust.

Posted in Fréttaflokkur.