Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins

Heildarniðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins eru nú birtar á heimasíðu skólans undir Skólinn -> Sjálfsmat – innra mat eða smella hér (pdf).
Foreldrakönnun þessi fer fram annað hvert ár og er lögð fyrir úrtak foreldra sem valið er af handahófi þannig að það dreifist jafnt á árganga skólans. Úrtakið var að þessu sinni 120 foreldrar og var svarhlutfallið 76,7%. Þakkir til allra þeirra aðstandandenda sem tóku þátt.
Kannanir sem þessar eru mikilvægur liður í því að efla og styrkja skólastarfið. Við starfsfólk skólans tökum niðurstöðurnar til athugunar og leggjum okkur fram um að bæta úr því sem miður fer og styrkja það sem vel er gert.

Posted in Fréttaflokkur.