Þessi vika er styttri skólavika en vanalega þar sem vetrarleyfi er á fimmtudag og föstudag.
Mánudag til miðvikudag höfum við hinsvegar; bolludag, sprengidag og öskudag og samkvæmt eðli málsins gerum við okkur dagamun.
Mánudagur – Bolludagur
Nemendur mega koma með bollur með sér í nesti.
Miðvikudagur – Öskudagurinn
Þennan dag er hefð fyrir því hér í Smáraskóla að við skrýðumst öll búningum og gerum okkur dagamun. Það er því um að gera að fara að undirbúa búningana??
Skólatími nemenda er styttri þennan dag og lýkur kl. 11:30.
Settar eru upp stöðvar víðs vegar um skólann og allir nemendur (1. – 10. bekkur) fara á milli í frjálsu flæði. Kennarar og aðrir starfsmenn setja upp stöðvar þar sem reynir á margskonar mismunandi hæfni.
Dagskráin á öskudag:
. Kl. 8:30 nemendur mæta í heimastofu til umsjónarkennara – manntal tekið og farið yfir skipulag dagsins.
. KL. 8:40 – 9:00 Samkoma á sal -Söngur og gleði
. 9:00 – 10:00 Stöðvar – frjálst flæði nemenda.
. 10:00- 10:15 Nesti í heimastofu hjá umsjónarkennurum/starfsfólki – „Sparinesti“ leyfilegt.
. 10:15 – 11:15 Stöðvar – frjálst flæði nemenda
. 11:15 – 11:30 Matur í stofum – Pizzur – Nammipoki frá foreldrafélagi.
Frístundaheimilið Drekaheimar opnar strax og skóla lýkur á öskudag fyrir þá nemendur í 1. – 4. bekk sem skráðir eru í frístund.