Aðalfundur Foreldrafélags Smáraskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn miðvikudaginn

  1. nóvember, kl. 20:00 á sal Smáraskóla.

Dagskrá fundar eru hefðbundin aðalfundarstörf, kynning á ársreikningum, farið yfir liðin ár og kosning stjórnarmanna en nú þegar hafa nokkrir foreldrar boðið sig fram í stjórn.

Að aðalfundi loknum verður stutt fræðsluerindi með yfirskriftinni Hugarfrelsi – aðferðir sem virka! Þar mun Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna fyrir okkur einfaldar og gagnlegar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum til að auka vellíðan, hamingju og gleði. Aðferðirnar hafa reynst börnum og unglingum vel til að koma auga á styrkleika sína, efla sjálfsmyndina og jákvæða hugsun. Aðferðirnar hjálpa þeim sem eiga erfitt með einbetingu, svefn, eru kvíðin og óörugg.

Farið verður eftir gildandi sóttvarnarreglum og sætum raðað upp með 1 m bili og hvatt til grímunotkunar. Covid-vænar veitingar í boði.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kveðja,

Stjórn foreldrafélags Smáraskóla

Posted in Fréttaflokkur.