Gleðilegt nýtt skólaár!

Nemendur í fyrsta bekk eru nú mættir í skólann til sumarfrístundar og fá þar gott tækifæri til að kynnast skólanum betur og hitta starfsmenn og samnemendur sína.

Kennarar úr öllum grunnskólum Kópavogs eru einnig í Smáraskóla þessa dagana á sí- og endurmenntunarnámskeiðum – þannig að það er líf og fjör í skólanum!

Skólasetning verður sem hér segir:

Fimmtudagur 22.ágúst:

Móttaka nýrra nemenda í alla árganga (nema 1.bekk)

Föstudagur 23.ágúst:

kl. 8:30, skólasetning hjá nemendum í 2.-4.bekk

kl. 9:30, skólasetning hjá nemendum í 5.-7.bekk

kl. 10:30, skólasetning hjá nemendum í 8.-10.bekk

Mánudagur 26.ágúst:

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám

Umsjónarkennarar í 1.bekk munu boða sína nemendur sérstaklega til fyrsta skólafundar 🙂

Við biðjum foreldra að uppfæra símanúmer og netföng í Mentor þannig að allir fái þær upplýsingar sem vera ber!

Posted in Fréttaflokkur.