Tónleikar í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð 8. bekk á skólatónleika í Eldborgarsal Hörpu í morgun! Frábært framtak og mjög skemmtileg stund – og nemendur voru skólanum okkar og sjálfum sér til sóma í ferðinni. Hápunktur tónleikanna var Star Wars tónlist sem spiluð var undir lokin en þá var hrifningin svo mikil að gestir risu úr sætum, klöppuðu og lýstu ánægju sinni með þetta góða boð sem fræðsludeild Hörpu stóð fyrir.

Posted in Fréttaflokkur.