Undirbúin brunaæfing

Í morgun héldum við undirbúna brunaæfingu til að æfa rýmingu skólahúsnæðis. Brunabjallan hringdi kl. 9:10 og þá rýmdu allir nemendur og starfsmenn húsnæðið og fóru á tiltekna söfnunarstaði á skólalóð. Markmið með svona æfingu er að finna hvar við getum betur skipulagt okkur til að vera vel undirbúin ef til hættuástands kemur. Allir eiga að þekkja flóttaleiðir og söfnunarstaði og vita að við bregðumst strax við og rýmum húsnæðið ef brunabjallan fer í gang. Öryggisnefnd skólans mun í kjölfarið yfirfara æfinguna og taka saman þau atriði sem huga þarf að til að bæta öryggi nemenda og starfsmanna enn frekar. Rýmingin gekk vel og tók um það bil þrjár og hálfa mínútu.

Posted in Fréttaflokkur.