Verum ástfangin af lífinu!

Þorgrímur Þráinsson heimsótti 10.bekk í síðustu viku og flutti fyrir þau fyrirlestur sinn “Verum ástfangin af lífinu”. Þorgrímur fjallaði um að hver og einn ber ábyrgð á sínu lífi. Hann hvatti nemendur til þess að láta drauma sína rætast með því að bera ábyrgð, setja sér markmið, vera skipulögð og hafa trú á sjálfum sér. Einnig að sýna hvert öðru samkennd, bera virðingu fyrir öllum og muna að lifa í núinu. Lífið er núna!

Posted in Fréttaflokkur.