Samráðsferli vegna fyrirhugaðrar stækkunar Smáraskóla og þróunar skólastarfs

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir samráðsferli vegna fyrirhugaðrar stækkunar Smáraskóla og áframhaldandi þróunar á skólastarfinu. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið HÍ, hefur stýrt vinnunni og verið skólastjórnendum til ráðgjafar við verkefnið. Haldin hafa verið nemenda-, foreldra- og starfsmannaþing þar sem áherslan hefur verið á að allir geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Fjölmargar góðar ábendingar og hugmyndir hafa komið fram sem geta svo nýst við að leggja grunn að frekari undirbúningi þessa breytingaferlis.

Posted in Fréttaflokkur.