Göngum í skólann

Í dag hófst átakið ,,Göngum í skólann“ í Smáraskóla. Nemendur vöktu athygli á átakinu með því að ganga með blöðrur í skólann og festa þær framan á girðingu við skólann. Átakinu lýkur með Smáraskólahlaupinu sem fer fram 4.október. Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að ganga/hjóla alltaf í skólann ekki bara á meðan á átakinu stendur.

Posted in Fréttaflokkur.