Skólabyrjun haust 2017

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Nú styttist í skólabyrjun og fólk farið að velta fyrir sér innkaupalistum fyrir námsgöng nemenda. Sú ákvörðun hefur verið tekin að gefa ekki út sérstaka innkaupalista fyrir nemendur í Smáraskóla.

Gert er ráð fyrir því að nemendur í 8. – 10. sjái alfarið um að vera með þau gögn sem þau þurfa s.s. stílabækur, blýanta, strokleður, penna, plastmöppur fyrir lotur í íslensku o.s.frv.

Varðandi 5. – 7. bekk mun skólinn kaupa inn stílabækur, reikningsbækur, möppur og önnur gögn fyrir utan ritföng, skæri og reglustikur. Nemendur kaupa þau gögn eftir þörfum. Um að gera að nýta það sem til er.

Fyrir 1. – 4. bekk mun skólinn kaupa öll þau gögn sem nemendur þurfa á að halda yfir skólaárið.

Skólinn sér um innkaupin í góðri samvinnu við foreldrafélagið gegn vægu gjaldi sem foreldrar greiða. Foreldrafélagið mun sjá um innheimtuna.

Þessar breytingar á innkaupum koma til bæði vegna innleiðingar á spjaldtölvum sem og að auka nýtni og draga úr sóun í samræmi við áherslur í umhverfismálum.

Eins og áður munu foreldrar sjá um kaup á íþrótta- og sundfatnaði ásamt skólatösku, en auk þess þurfa nemendur heyrnatól.

Posted in Fréttaflokkur.