Vináttuganga gegn einelti

Nemendur í Smárahverfi í Kópavogi reyndu við Íslandsmet í hópknúsi á miðvikudaginn í síðustu viku í tilefni af Vináttugöngu í bænum.  Börnin gengu í Fífuna, mynduðu þar hjarta, tóku víkingaklapp og föðmuðust í tvær mínútur, dönsuðu og sungu saman.  Vináttuganga var nú haldin fjórða árið í röð í öllum hverfum Kópavogs í tilefni baráttudags gegn einelti, 8.nóvember og tóku um átta þúsund manns í viðburðinum.

Posted in Fréttaflokkur.