Í dag voru veitt verðlaun fyrir Fjölgreindarleikana, átakið „Göngum í skólann“ og Smáraskólahlaupið

Í dag voru veitt verðlaun fyrir Fjölgreindarleikana, átakið „Göngum í skólann“ og Smáraskólahlaupið.

„Fjölgreindaleikarnir voru mjög skemmtilegir vegna þess að maður kynnist krökkunum öðruvísi“ segir Gústav Nilsson nemandi í 8. bekk. „Það er mjög gaman hvað hugmyndir eru ólíkar frá krökkum á misjöfnum aldri“. „Og svo eru auðvitað mjög skemmtilegar þrautir“ bætir Kristófer Breki Halldórsson bekkjarfélagi hans við.   (einnig má lesa meira og sjá myndir á fésbókarsíðu skólans https://www.facebook.com/Smáraskóli-1522969834596612/)

Að þessu sinni vann hópur 8 með 880 stig, en í honum voru

Ísabella Arnarsdóttir 10. SSL
Sylvía Rut Jóhannesdóttir 10. ÞK
Danijel Dejan Djuric 8. AÍ
Ingunn Jóna Valtýsdóttir 7. ALÞ
Þórey Hildur Arnarsdóttir 6. AE
Helga María Sveinsdóttir 5. MG
Einar Orri Gylfason 4. EGS
Berglind Jenný Sveinsdóttir 3. HS
Tinna Rún Eggertsdóttir 2. SÁ
Viktor F. Guðmundsson Roldos 2. SS
Gunnar Vilhjálmur Guðjónsson 1. bekk

Í öðru sæti var hópur 20 með 870 stig og í þriðja sæti hópur 10 með 863 stig.

Bestu fyrirliðar voru Gunnar Heimir Ólafsson 9. SB og Sigurður Tómas Jónsson 10. SSL en fyrirliðarnir eru þeir nemendur í efstu bekkjum skólans sem leiða hópana.

2. SG vann Gullskóinn sem veittur er fyrir bestan árangur í átakinu „Göngum í skólann“.

Í Smáraskólahlaupinu var mjög góð þátttaka. Þar enn og aftur voru krakkar af öllum aldri sem tóku þátt. Danijel Dejan Djuric í 8. AÍ var svakalega sterkur í þessu hlaupi og náði besta tímanum og hljóp 10 km á 41 mínútu. Sterkasta stúlkan var Ísabella Arnarsdóttir í 10. SSL en hún hljóp 10 km á 46 mínútum.

Á miðstigi sigruðu nemendurnir Reynir Thelmuson og Sigmar Hjartarson en þeir hlupu 10 km á 50 mínútum og Aníta Eik Hlynsdóttir sem kláraði þetta á 54 mínútum, öll í 7. ALÞ. Að lokum sigraði Einar Orri Gylfason í 4. EGS yngsta stigið með frábærum tíma eða 48 mínútum.

Greinilega alltaf fjör í Smáraskóla og krakkarnir að standa sig vel eins og ávallt.

Þessi frétt var unnin af Fjölmiðlaráði nemenda í Smáraskóla

Posted in Fréttaflokkur.