Orðsending frá 10. bekkjarnemendum og foreldrum

Nú er að fara af stað skólapeysusala í skólanum okkar en við í 10. bekk höldum utan um verkefnið ásamt foreldrum okkar. Verkefnið er hluti af fjáröflun fyrir útskriftarferð okkar í 10. bekk. Allir nemendur Smáraskóla geta pantað sína skólapeysu sem […]

Þorrasöngur á sal og lopapeysu-/bóndadagur

Í morgun komu nemendur saman á sal og sungu nokkur þjóðleg og góð lög. Gaman var að sjá hversu margir mættu í lopapeysum. Í hádeginu var nemendum boðið upp á þorramatarsmakk.

Landsmót íslenskra barnakóra

Landsmót íslenskra barnakóra verður haldið hér í Smáraskóla þann 28.-30. apríl. Skráning þarf að berast fyrir 15. febrúar. Innifalið í verði er matur, gisting og ýmis skemmtun. Aðeins 300 pláss eru í boði.

Jólakveðja

Starfsfólk Smáraskóla óskar nemendum og aðstandendum gleðilegra jóla. Skólahald hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar.

Skólakór og barnakór Smáraskóla

Skólakórar Smáraskóla hafa átt annasama daga undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Þann 11. desember var sungið í Hjallakirkju og síðastliðinn mánudag voru haldnir jólatónleikar hér í skólanum með húsfylli.

Jólapeysu/-rauður dagur – samsöngur

Í dag fimmtudag hvöttum við nemendur til að mæta í rauðu eða jólapeysum og var gaman að sjá þátttökuna. Samsöngur var á sal skólans þar sem sungin voru nokkur jólalög við undirspil Ástu tónmenntakennara á flygilinn okkar sem var endurvígður við […]