Tilkynning vegna væntanlegs óveðurs

Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að foreldrar verði hvattir til að sækja börnin sín um hádegi í dag í leikskóla, grunnskóla og frístundastarfsemi. Kennsla verður í Smáraskóla til kl. 12:50 í öllum aldurshópum. Skóla og frístundaheimili verður lokað […]

Slæm veðurspá á morgun

Kæru foreldrar. *ENGLISH BELOW* Vegna slæmrar veðurspár og viðvörunar á morgun biðjum við ykkur að skoða meðfylgjandi viðhengi. Almenna reglan er sú að skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema það sé sérstaklega tilkynnt. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir treysta börnum […]

Skipulagsdagur 21. nóvember

Fimmtudag 21.nóvember, er skipulagsdagur í Smáraskóla. Þann dag er ekki kennsla og frístundaheimili er lokað. Dagurinn er nýttur til sí- og endurmenntunar starfsfólks, samráðsfunda og skipulags skólastarfsins. Samkvæmt skóladagatali er þessi skipulagsdagur sameiginlegur hjá öllum grunnskólum Kópavogs.

Smáraskóli Kópavogsmeistari 1.bekkjar í skák

Smáraskóli varð Kópavogsmeistari 1. bekkjar í skák í síðustu viku. Þau Kristján Freyr, Ásgeirs Smári, Andrea og Halldóra tóku þátt í Meistaramóti Kópavogs í skák – liðakeppni skólanna. Alls tóku 5 lið úr 1. bekk þátt og tefldi hvert lið fjórar […]

Sigur Þebuliða í spurningakeppni félagsmiðstöðva, GETKÓ

Vikuna 28. október – 1. nóvember fór fram GETKÓ spurningakeppni félagsmiðstöðva. Í keppninni voru 9 lið frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum í Kópavogi. Félagsmiðstöðin Þeba bar sigur úr býtum að þessu sinni en lið Þebu skipa Jóhannes Kári Sigurjónsson, Tómas Orri Agnarsson og […]

Erasmus+

Mynd: Frá undirritun samstarfssamninga Erasmus+ Smáraskóli uppskar ríkulega í síðustu umsóknarlotu Erasmus+. Næstu tvö skólaárin verðum við þátttakendur í fjórum Erasmus+ samstarfsverkefnum: Democracy in a Digitalized Era: A blessing or a curse? Rýnt í lýðræðislegan strúktúr hins stafræna heims. Hefur hinn stafræni […]