Nú er einungis vika til skólaslita og þessir síðustu skóladagar einkennast einkum af alls konar uppgjöri og frágangi og einnig ýmiskonar vettvangsferðum til að nota góða vorveðrið.
Útskrift 10. bekkjar verður miðvikudaginn 4. júní 17:00 . Útskriftin fer fram í sal skólans.
Skólaslit annarra árganga verða fimmtudaginn 5. júní á sal.
Kl. 9:00 1.-4. bekkur
Kl. 10:00 5.-7. bekkur
Kl. 11:00 8.-9. bekkur