Fegrum Smárann – Þemadagur í Smáraskóla

Í dag tóku nemendur og starfsfólk Smáraskóla þátt í að plokka í sínu nærumhverfi. Vinabekkir fóru saman um götur hverfisins og nágrenni skólans í Kópavogsdal. Að lokum var allt flokkað í gáma og haldin grillveisla.

Smurbrauðsgerð í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk hafa verið að læra um danskar matarvenjur. Á miðvikudaginn fengu þeir góðan gest í heimsókn þegar Hrefna kennari á yngra stigi kom i heimsókn og kenndi þeim að gera Smørrebrød að dönskum sið 🇩🇰 Nemendur stóðu sig […]

Litla upplestrarkeppnin og hjólaferð í Gróttu

Þessa vikuna hjóluðu nemendur 6. bekkjar í Gróttu á Seltjarnarnesi og gistu þar eina nótt. Ekki munaði nema einum degi að nagladekk hefðu þurft til. Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk ásamt tónlistaratriðum var haldin í morgun þar sem foreldrum var boðið […]

Barnamenningarhátíð

/Myndir Anton Brink Marimbasveit Smáraskóla spilaði í anddyri Salarins og vígði þar nýja búninga sem þær unnu í samvinnu við Telmu Ýr snillismiðjukennara og Lilju textílkennara. Stelpurnar stóðu sig frábærlega. Barnakór og Skólakór Smáraskóla sungu fyrir fullum sal inni á sviði […]

Barnamenningarhátíð í Kópavogi 22. apríl

Á barnamenningarhátíð í Kópavogi er Skólakór og Barnakórinn að syngja og Marimbasveit Smáraskóla. 22. apr. 12:30 – 13:00 | Salurinn Allt er ljúft og gott: Söngvakeppnin og söngleikjatónlist í flutningi Skólakórs og Barnakórs Smáraskóla. Stjórnandi er Ásta Magnúsdóttir. 22. apr. 13:30 […]

Stærðfræðikeppni MR

Í gær fór fram verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni MR. Þau Sólveig Freyja í 8.bekk og Mikael Nói í 10. bekk höfnuðu þar bæði í 2.sæti. Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur.