NÝJUSTU FRÉTTIR

Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu

Vakin er athygli á því að ný uppfærsla af skilmálum um afnot af spjaldtölvum er komin út og má finna á vefsíðu verkefnisins og í Þjónustugátt Kópavogsbæjar. Þegar nemendur fá afhenta spjaldtölvu í fyrsta sinn eru foreldrar beðnir um að samþykkja […]

Barnakór Smáraskóla – fyrsta kóræfing

Þessi dásamlegu börn mættu og vantaði bara 2 sem voru veikir í dag. Spennandi tímar framundan með þessum börnum og fyrsta mál á dagskrá er að undirbúa jólatónleika 😊

Haustkynningar fyrir foreldra

Haustkynningar á skólastarfinu fyrir foreldra eru á döfinni og verða þær haldnar með rafrænum hætti þetta haustið. Foreldrar hafa fengið bréf frá skólastjóra um kynningarnar og helstu áherslur í skólastarfinu og umsjónarkennarar munu senda hlekki á rafrænu fundina. Hér er yfirlit […]

Skólasetning skólaársins 2021-2022

Verið velkomin í Smáraskóla! Skólasetningardagur er þriðjudagur 24. ágúst. Nemendur í 2.-10. bekk mæta til skólasetningar án foreldra. Nemendur í 1. bekk mæta til viðtals hjá umsjónarkennara með foreldrum samkvæmt fundarboði. Nemendur mæta á skólasetningu á sal þar sem skólastjóri ávarpar […]

Útskrift 10. bekkinga og skólaslit í 1.-9. bekk

mánudagur 7. júní kl. 17:00. Útskrift 10. bekkinga í Digraneskirkju. Tveir fullorðnir gestir geta komið með hverjum nemanda. Flutt verða ávörp og veittar viðurkenningar en ekki verður hefðbundið kaffisamsæti í lok athafnar. þriðjudagur 8. júní – skólaslit í 1.-9. bekk í […]

Smáraskóli fékk Kópinn

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 19. maí. Alls bárust 16 tilnefningar til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða […]

Uppstigningardagur og skipulagsdagur

Minnum á að á morgun fimmtudag er uppstigningardagur og þá eru bæði skólinn og frístundaheimilið lokuð. Á föstudag er skipulagsdagur kennara og nemendur þá í fríi frá skóla. Á föstudag er frístundaheimilið opið samkvæmt sérstakri skráningu sem þegar hefur verið send […]

Góður árangur hjá skáksveit Smáraskóla

Um liðna helgi var haldið Íslandsmót grunnskóla á vegum Skáksambands Íslands. Sveit Smáraskólas tók þátt eins og áður og var skólanum sínum til sóma.  Þrettán skólar tóku þátt að þessu sinni. Sveit Smáraskóla var efst í sínum riðli ásamt Melaskóla með 17 […]