Jólakveðja

Starfsfólk Smáraskóla óskar nemendum og aðstandendum gleðilegra jóla. Skólahald hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar.

Skólakór og barnakór Smáraskóla

Skólakórar Smáraskóla hafa átt annasama daga undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Þann 11. desember var sungið í Hjallakirkju og síðastliðinn mánudag voru haldnir jólatónleikar hér í skólanum með húsfylli.

Jólapeysu/-rauður dagur – samsöngur

Í dag fimmtudag hvöttum við nemendur til að mæta í rauðu eða jólapeysum og var gaman að sjá þátttökuna. Samsöngur var á sal skólans þar sem sungin voru nokkur jólalög við undirspil Ástu tónmenntakennara á flygilinn okkar sem var endurvígður við […]

Ljósa- og friðarganga Smáraskóla

Í dag 14. desember var ljósa- og friðarganga Smáraskóla. Nemendur og starfsfólk gengu hring í Kópavogsdalnum í nafni friðar og vináttu. Vinabekkir yngri og eldri nemenda gengu saman með ljósin sín með ósk um frið á jörðu.

Viðburðir næstu daga í Smáraskóla

Það er mikið um að vera í Smáraskóla þessa vikuna. Á morgun 13. des. kl. 17 eru jólatónleikar skólakórs og barnakórs Smáraskóla. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 14. des er hin árlega ljósaganga. Þá ganga saman vinabekkir eldri og yngri árganga. Mikilvægt er […]

Laufabrauðsbakstur foreldrafélags Smáraskóla 2022

Hinn árlegi laufabrauðssteikingardagur foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn næstkomandi laugardag 3. desember. Dagskráin mun standa frá kl.10:00 til kl.14.00. Í boði verður hinn hefðbundni laufabrauðsskurður og steiking, en að auki mun Skólahljómsveit Kópavogs koma og spila fyrir okkur kl.11.00. Laufabrauðskökur verða ekki […]