Þorrasöngur á sal og lopapeysu-/bóndadagur
Í morgun komu nemendur saman á sal og sungu nokkur þjóðleg og góð lög. Gaman var að sjá hversu margir mættu í lopapeysum. Í hádeginu var nemendum boðið upp á þorramatarsmakk.
Í morgun komu nemendur saman á sal og sungu nokkur þjóðleg og góð lög. Gaman var að sjá hversu margir mættu í lopapeysum. Í hádeginu var nemendum boðið upp á þorramatarsmakk.
Landsmót íslenskra barnakóra verður haldið hér í Smáraskóla þann 28.-30. apríl. Skráning þarf að berast fyrir 15. febrúar. Innifalið í verði er matur, gisting og ýmis skemmtun. Aðeins 300 pláss eru í boði.
Starfsfólk Smáraskóla óskar nemendum og aðstandendum gleðilegra jóla. Skólahald hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar.
Skólakórar Smáraskóla hafa átt annasama daga undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennara. Þann 11. desember var sungið í Hjallakirkju og síðastliðinn mánudag voru haldnir jólatónleikar hér í skólanum með húsfylli.
Í dag fimmtudag hvöttum við nemendur til að mæta í rauðu eða jólapeysum og var gaman að sjá þátttökuna. Samsöngur var á sal skólans þar sem sungin voru nokkur jólalög við undirspil Ástu tónmenntakennara á flygilinn okkar sem var endurvígður við […]
Í dag 14. desember var ljósa- og friðarganga Smáraskóla. Nemendur og starfsfólk gengu hring í Kópavogsdalnum í nafni friðar og vináttu. Vinabekkir yngri og eldri nemenda gengu saman með ljósin sín með ósk um frið á jörðu.