Öryggi barna í bíl

Frá Samgöngustofu:

Samgöngustofa vill benda á fræðslumyndbönd og bæklinga sem eru til á nokkrum tungumálum og fjalla um öryggi barna í bíl. Okkur langar til að ná til allra sem eru með börn sem farþega í bíl og okkur datt í hug að fá sveitafélögin með okkur í lið. Það væri frábært ef það væri hægt að koma þessu efni til allra sem búa í sveitafélaginu. Ekki síst til þeirra sem koma frá öðrum menningarheimum þar sem umferðarmenningin er mögulega ólík því sem við eigum að venjast hér á Íslandi.

Hér er hlekkur á síðunna okkar þar sem hægt er að nálgast bæði myndböndin, sem textuð eru á íslensku, ensku og pólsku og svo einblöðungana sem eru til á íslensku, ensku, spænsku, tælensku, pólsku og filippseysku.

Einblöðungar

Posted in Fréttaflokkur.