Hinn árlegi laufabrauðssteikingardagur foreldrafélags Smáraskóla verður haldinn næstkomandi laugardag 3. desember.
Dagskráin mun standa frá kl.10:00 til kl.14.00.
Í boði verður hinn hefðbundni laufabrauðsskurður og steiking, en að auki mun Skólahljómsveit Kópavogs koma og spila fyrir okkur kl.11.00.
Laufabrauðskökur verða ekki seldar á staðnum, hver um sig kemur með sínar kökur. Foreldrar á vegum foreldrafélagsins og sjálfboðaliðar sjá um steikingu laufabrauðsins að skurði loknum.
Taka þarf með: skurðarbretti, box undir laufabrauðið og vasahnífa eða laufabrauðsjárn.
Nemendur í 7.bekk verða með sjoppu á staðnum til styrkar Laugavegsgöngu sem verður í upphafi 8.bekkjar.
Vonumst til að sjá sem flesta og eiga saman notalega stund á aðventunni
Kveðja Foreldrafélag Smáraskóla