Foreldraviðtöl og frídagar

Vikuna 11.-15. febrúar verða foreldraviðtöl eftir kennslu.
Miðvikudagur 20. febrúar var á skóladagatali skilgreindur sem viðtalsdagur – en flestir umsjónarkennarar vinna hann af sér með því að taka viðtölin dagana þar á undan vegan námsferðar erlendis. Athugið þó að einhverjar undanþágur eru á þessu hjá þeim umsjónarkennurum sem ekki fara í námsferðina og taka því viðtölin á þessum viðtalsdegi. Miðvikudaginn 20. febrúar er opið í Drekaheimum fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Fimmtudagur og föstudagur 21.-22. febrúar eru skipulagsdagar. Lokað í Drekaheimum.
Mánudag og þriðjudag 25.-26. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Kópavogs og því lokað bæði í Smáraskóla og Drekaheimum.
Dagana 20.-26.febrúar verða starfsmenn Smáraskóla í námsferð í Bandaríkjunum þar sem við munum bæði sækja námskeið og fara í skólaheimsóknir.

MAIN POINTS IN ENGLISH:

Smáraskóli will be closed Wednesday February 20th through Tuesday February 26th. School reopens on Wednesday the 27th.
Teachers have already sent parents email about booking parent-teacher meetings in the week of February 11th-15th.

Posted in Fréttaflokkur.