Í vikunni héldu nemendur í 1.bekk „100 daga hátíð“ í tilefni af því að þau höfðu þá verið 100 daga í skólanum. Börnin gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Þau gerðu sér kórónur, skrifuðu 100 algengustu orðin í íslensku, spiluðu 100 spil og ýmislegt fleira. Það var gleði og kátína sem ríkti á göngum skólans í tilfefni af deginum. Klárlega einn krúttlegasti dagurinn í skólastarfinu 🙂