Frábær árangur!

Matthías Andri Hrafnkelsson og Róbert Dennis Solomon, nemendur okkar í 8. bekk, fengu nýverið flottar viðurkenningar fyrir þátttöku í keppnum utan skólans. Matthías Andri tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna og lenti í 3. sæti í sínum árgangi en nemendur í 10 […]

4. bekkur – Landnám Íslands

Nemendur í 4.bekk hafa undanfarið unnið skemmtileg verkefni um landnám Íslands. Verkefnið hefur reynt á margvíslega hæfni, m.a. samvinnu, sköpun, heimildaöflun og textagerð. Það er gaman að sjá afrakstur lifandi verkefna sem reyna jafnt á hug og hönd!

Kópurinn!

Menntaráð Kópavogs auglýsir nú eftir tilnefningum til viðurkenninga vegna framúrskarandi skóla- og frístundastarfs. Opið er fyrir tilnefningar til 5. apríl nk. Tilnefningar á að senda á þar til gerðu eyðublaði til hekla(hjá)kopavogur.is

Tónleikar í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð 8. bekk á skólatónleika í Eldborgarsal Hörpu í morgun! Frábært framtak og mjög skemmtileg stund – og nemendur voru skólanum okkar og sjálfum sér til sóma í ferðinni. Hápunktur tónleikanna var Star Wars tónlist sem spiluð var undir […]

Foreldraviðtöl og frídagar

Vikuna 11.-15. febrúar verða foreldraviðtöl eftir kennslu. Miðvikudagur 20. febrúar var á skóladagatali skilgreindur sem viðtalsdagur – en flestir umsjónarkennarar vinna hann af sér með því að taka viðtölin dagana þar á undan vegan námsferðar erlendis. Athugið þó að einhverjar undanþágur […]

Undirbúin brunaæfing

Í morgun héldum við undirbúna brunaæfingu til að æfa rýmingu skólahúsnæðis. Brunabjallan hringdi kl. 9:10 og þá rýmdu allir nemendur og starfsmenn húsnæðið og fóru á tiltekna söfnunarstaði á skólalóð. Markmið með svona æfingu er að finna hvar við getum betur […]