Vorhátíð Smáraskóla

Vorhátíð Smáraskóla var haldin í dag. Eitthvað lét vorveðrið á sér standa og skutu okkar góðu grannar í Breiðablik yfir okkur skjólshúsi. Hátíðin hófst á sal skólans með ljúfum tónum marimbasveitarinnar og því næst haldið í Fífu þar sem voru hoppukastalar, veltibíll og margskonar leikja- og þrautastöðvar sem 7.bekkjar nemendur ásamt kennurum höfðu skipulagt. Þá var haldið í Smárann þar sem Sirkus Íslands skemmti nemendum. Að lokum var öllum boðið í pylsu og safa fyrir heimferð.

Posted in Fréttaflokkur.