Lestrarvörður í lestrarvikum

Dagana 8. – 18. apríl voru lestrarvikur hjá okkur í Smáraskóla.  Aukin áhersla var á lestur í skólanum og heima þessa daga og söfnuðu nemendur “steinum” í lestrarvörður sem smám saman mynduðu lestrarleið um skólann. Í dag var haldið upp á góðan árangur með stuttri gleðistund. Marimbasveitin okkar lék tónlist af sinni alkunnu snilld í miðrýminu á meðan nemendur héldu út á skólalóð þar sem tónlist var spiluð og nemendur og starfsfólk gæddu sér á frostpinnum í góða verðrinu.

    

Posted in Fréttaflokkur.