Nemendur í 7. bekk í Smáraskóla tóku þátt í stuttmyndakeppni Sexunnar á dögunum.
Krakkarnir fengu fræðslu í skólanum um birtingarmyndir stafræns ofbeldis og völdu sér eitt af eftirfarandi viðfangsefnum:
- samþykki
- nektarmynd
- tæling
- slagsmál ungmenna
Þau stóðu sig virkilega vel og unnu til þrennra verðlauna.
1. Sæti: Smáraskóli – VINUR Í RAUN
Höfundar: Jane María, Ásta Lind, Alexandra Ósk, Fabian, Sara Björk og Ásdís Elva.
2.sæti Smáraskóli – TÆLING
Höfundar: Zein, Björn Steindór, Helgi Hrafn, Óðinn Ben og Eiður Fannar.
Hvatningarverðlaun: Smáraskóli fyrir stuttmyndina SEGÐU FRÁ
Höfundar: Dagný, Anna Katrín, Hanna Karen og Ásthildur.
Fyrir áhugasama má nálgast stuttmyndir krakkana hér: https://www.112.is/sexan
Vinningsmyndirnar verða sendar í alla skóla á landinu og notaðar í fræðsluskyni fyrir öll í 7. bekk. Við erum virkilega stolt af þessum flotta hóp.