Úrslit Lestrarkeppni grunnskólanna árið 2022 liggja fyrir!
Ríflega 1,3 milljón raddsýna söfnuðust!
Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar en 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans!
Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum – við þökkum öllum nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum velunnurum Smáraskóla fyrir þátttökuna! Smáraskóli mun fá vegleg verðlaun fyrir þessa frammistöðu sem við hlökkum til að segja ykkur meira frá
Alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í þessari keppni.
Vefurinn samrómur.is verður opinn áfram og hvetjum við öll til að halda áfram lestri inn í gagnagrunninn og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar.