Samrómur

Úrslit Lestrarkeppni grunnskólanna árið 2022 liggja fyrir!
Ríflega 1,3 milljón raddsýna söfnuðust!
Smáraskóli bar sigur úr í býtum í flokki B, sem inniheldur skóla af miðstærð, og las jafnframt mest allra í keppninni eða 236.470 setningar en 914 einstaklingar tóku þátt fyrir hönd skólans!
Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum – við þökkum öllum nemendum, starfsfólki, foreldrum og öðrum velunnurum Smáraskóla fyrir þátttökuna! Smáraskóli mun fá vegleg verðlaun fyrir þessa frammistöðu sem við hlökkum til að segja ykkur meira frá 🙂
Alls tóku 118 skólar þátt og lögðu 5.652 manns sínum skóla lið í þessari keppni.
Vefurinn samrómur.is verður opinn áfram og hvetjum við öll til að halda áfram lestri inn í gagnagrunninn og leggja þannig sitt af mörkum fyrir framtíð íslenskunnar.
Posted in Fréttaflokkur.