100 daga hátíð

Í vikunni héldu nemendur í 1.bekk „100 daga hátíð“ í tilefni af því að þau höfðu þá verið 100 daga í skólanum. Börnin gerðu sér glaðan dag og unnu fjölbreytt verkefni í tengslum við töluna 100. Þau gerðu sér kórónur, skrifuðu […]

Verum ástfangin af lífinu!

Þorgrímur Þráinsson heimsótti 10.bekk í síðustu viku og flutti fyrir þau fyrirlestur sinn “Verum ástfangin af lífinu”. Þorgrímur fjallaði um að hver og einn ber ábyrgð á sínu lífi. Hann hvatti nemendur til þess að láta drauma sína rætast með því […]

Bóndadagur

Gleðin var ríkjandi í Smáraskóla sl. föstudag þegar allir nemendur skólans söfnuðust saman til samsöngs á sal. Tilefnið var að fagna bóndadegi sem er fyrsti dagur þorra samkvæmt gamla íslenska tímatalinu. Nemendur og starfsfólk sungu saman þorrasöngva og margir klæddust lopapeysum […]

Samráðsferli vegna fyrirhugaðrar stækkunar Smáraskóla og þróunar skólastarfs

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir samráðsferli vegna fyrirhugaðrar stækkunar Smáraskóla og áframhaldandi þróunar á skólastarfinu. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið HÍ, hefur stýrt vinnunni og verið skólastjórnendum til ráðgjafar við verkefnið. Haldin hafa verið nemenda-, foreldra- og starfsmannaþing þar sem áherslan […]

Foreldrafélag færir Friðþjófi þakkir

Friðþjófur Helgi Karlsson lét af störfum sem skólastjóri Smáraskóla eftir rúmlega 9 ára starf. Foreldrafélagið þakkar honum fyrir farsælt samstarf og óskar honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hans bíða. Í kveðjugjöf færði Stjórn foreldrafélagsins honum gjafabréf og blómvönd.

Jólafrí

Frá og deginum í dag eru nemendur komnir í jólafrí.  Kennsla hefst aftur föstudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.