NÝJUSTU FRÉTTIR
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var í gær í Salnum. Fulltrúar Smáraskóla þær Hrafnhildur Davíðsdóttir og Salka Heiður Högnadóttir stóðu sig mjög vel og lenti Salka Heiður í 3. sæti. Við óskum stelpunum til hamingju með frammistöðuna.
Páskabingó foreldrafélags Smáraskóla
Á laugardaginn, þann 17. mars, verður hið sívinsæla páskabingó foreldrafélags Smáraskóla á milli kl. 11 og 13. Flottir vinningar. Veglegar veitingar verða reiddar fram af nemendum í 10. bekk skólans. Veitingasalan er liður í fjáröflun þeirra fyrir útskriftarferð. Við hvetjum nemendur og […]
Stóra upplestrarkeppnin í Smáraskóla
Stóra upplestrarkeppnin í Smáraskóla var haldinn hátíðleg föstudaginn 2. mars. Keppnin er fyrir nemendur í 7. bekk. 19 nemendur tóku þátt og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Efstu þrír nemendurnir í keppninni voru Hrafnhildur Davíðsdóttir, Salka Heiður Högnadóttir og […]
Óveður gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið
Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og er því tilkynning 2 virkjuð. Tilkynning „Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, […]
Veðurviðvörun
Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir […]
Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2018 – 2019
Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra […]
Vetrarleyfi í Kópavogi 19. og 20. febrúar
Þá daga er engin starfsemi í skólanum og Drekaheimar því lokaðir einnig. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 21. febrúar.
Páskaopnun í Drekaheimum 2018
English version Börnum sem eru skráð í Drekaheima stendur til boða að skrá sig á aukadaga í vikunni fyrir páska. Opið verður í dægradvöl skólans ef tilskilinn lágmarksfjöldi barna er skráður. Opið verður frá 8:00 – 16:00 eftirtalda daga: Mánudagur 26. […]
Kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur
Nú er kosning hafin í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Í skólahverfinu okkar verður kosið á milli fjölmargra áhugaverðra verkefna en alls er varið 200 milljónum í verkefnin. Við hvetjum ykkur til að skoða kosningavefinn og taka þátt. Kópavogsbúar eldri en sextán ára […]