Laugavegsgangan

48 nemendur lögðu af stað í óvenjulega Laugavegsgöngu þetta árið. Hún var óvenjuleg vegna þess að það þurfti að stytta hana um einn dag vegna veðurs. Gangan hófst því í Álftavatni í blíðskaparveðri. Ferðin gekk afskaplega vel og voru nemendur sjálfum […]

Skólabyrjun í Smáraskóla 2025-2026

Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst. Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna. Foreldrar eru velkomnir á skólasetninguna með börnum sínum. Skólasetning: .    Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. […]

Útskrift og skólaslit

Nú er einungis vika til skólaslita og þessir síðustu skóladagar einkennast einkum af alls konar uppgjöri og frágangi og einnig ýmiskonar vettvangsferðum til að nota góða vorveðrið. Útskrift 10. bekkjar verður miðvikudaginn 4. júní 17:00 . Útskriftin fer fram í sal […]

Júróstund á sal

Í morgun söfnuðust allir nemendur á sal og hituðu upp fyrir kvöldið í kvöld þar sem bræðurnir í Væb stíga fyrstir á stokk.

Knattspyrnumót grunnskóla 7.bekkja í Kópavogi

Í vikunni var haldið í Fífunni knattspyrnumót 7.bekkja grunnskóla í Kópavogi. Stelpurnar stóðu sem með stakri prýði með aðeins einn tapleik og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið. Til hamingju krakkar.

Páskabingó

10. bekkur stendur fyrir páskabingói þann 2. apríl klukkan 17:00.