Haust lestrarátak

Nú eru síðustu dagar haust-lestraátaksins og laufin fara að falla af fallegu trjánum… við ljúkum átakinu formlega á miðvikudaginn 15. okt. Þeir nemendur sem ekki hafa nú þegar hengt upp laufblað hafa tækifæri til þess á morgun. Nemendur setja upp laufblað þegar þeir ljúka bók ásamt stjörnugjöf sem fer á laufblaðið. Í lok átaksins eru laublöðin tínd af og nemendur fá skemmtilegt bókamerki í útskiptum.
Það styttist í Hrekkjavökuna og því er búið að stilla upp smá hrekkjavöku-bókasafni á miðhillunni, svona fyrir þá sem þora….
Bókasafnið hefur líka fengið fullt af nýjum spennandi bókum.

Posted in Fréttaflokkur.