Í síðustu viku fór fram Meistaramót Kópavogs í skák. Smáraskóli átti þrjú lið í keppninni og stóðu þau sig öll frábærlega. Í flokki 5.-7. bekkja var lið skipað þeim; Andreu, Halldóru, Kristjáni Frey, Sóley Unu í 6. bekk. Eftir hörku keppni enduðu þau í 4. sæti með 11 vinninga, einum vinningi frá þriðja sætinu.
Í ár var keppt í fyrsta skipti í nýjum flokki, liðakeppni stúlkna í 5.-10. bekk. Í flokknum var keppt á þremur borðum í stað fjögurra. Lið Smáraskóla, skipað; Halldóru, Sóley Unu og Andreu í 6. bekk, stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni við Hörðuvallaskóla.
Á lokadegi keppninnar var keppt í flokki 8.-10. bekkja. Í þeirri keppni hafnaði lið Smáraskóla í 3. sæti. Liðið var skipað 8. bekkingunum; Halli Steinari, Alexander Erni, Brynjari Snæ og Birni Steindóri.
Hamingjuóskir til ykkar allra.