Afmælisvika – Smáraskóli 30 ára

Síðastliðna viku höfum við fagnað 30 ára afmæli Smáraskóla sem var 9. september síðastliðinn.
Vikuna byrjuðum við á að skreyta skólann þar sem hver gangur átti sinn lit. Á þriðjudag og miðvikudag voru Fjölgreindaleikarnir haldnir þar sem allir árgangar blönduðust í 36 hópa sem flökkuðu milli stöðva í Smáraskóla, Smára og Fífu. Fimmtudagurinn var vináttudagur þar sem vinabekkir komu saman og unnu saman skemmtileg verkefni.
Afmælisvikunni lauk síðan í dag föstudag með afmælishátíðardegi. Allir fengu afmælisköku og Jón Jónsson tónlistarmaður skemmti á sal við gríðarlegan fögnuð. Nemendur hittust á stigum í gangafjöri og dagurinn endaði í blíðskaparveðri úti á skólalóð með pylsugrilli, tónlist og skemmtun.

Posted in Fréttaflokkur.