Hæfileikakeppni Smáraskóla verður haldin miðvikudaginn 10.apríl kl. 17-19.
Nemendur hafa nú þegar skráð sig til leiks og æft sín atriði, sem verða án efa fjölbreytt og skemmtileg, en m.a. eru komin á dagskrá atriði sem snúast um dans, hljóðfæraleik og söng. Verðlaun verða veitt fyrir hópatriði og einstaklingsatriði og frumlegasta atriðið á hverju aldursstigi.
Þátttaka í hæfileikakeppninni gefur nemendum tækifæri til að æfa ýmsa hæfni og færni og koma fjölbreyttum hæfileikum sínum á framfæri 🙂
Dómararnir verða opinberaðir á keppninni – en þeir eru allir mjög hæfileikaríkir og hafa viðtæka reynslu af sviðsframkomu, hver á sínu sviði.
Gestir velkomnir!