Jólatónleikar kóra Smáraskóla

Jólatónleikar kóra Smáraskóla fóru fram í Hjallakirkju í gærkvöldi. Tónleikarnir voru ákaflega vel sóttir og boðið upp á fjölbreytta dagskrá af hátíðlegum og fjörugum jólalögum. Fram komu barnakór og skólakór skólans ásamt einsöngvurum úr kórunum. Ásta Magnúsdóttir tónmenntakennari leiðir þetta gróskumikla kórastarf skólans sem bauð tónleikagestum upp á frábæra skemmtun.

 

 

Posted in Fréttaflokkur.