Húsfyllir var í morgun á opnu húsi í skólanum á fullveldisdeginum þar sem gestir gátu skoðað afrakstur fullveldisþemaviku. 10. bekkjar nemendur stóð fyrir kaffi- og skúffukökusölu til fjáröflunar útskriftaferðar og Marimbasveit skólans sá um ljúfa tóna. Þökkum öllum fyrir komuna.
Upp úr klukkan tíu var söngstund á sal í tilefni af degi íslenskrar tónlistar. Grunnskólar landsins sameinuðust í söng og fluttu lag Páls Óskars og Benna Hemm Hemm, Eitt af blómunum.
Þjóðleg lög og jólalög fylgdu í framhaldinu við góðar undirtektir.




















