Dagur mannréttinda barna var haldinn hátíðlegur í Salnum í Kópavogi í gær með málþingi barna og ungmenna. Réttindaráð Smáraskóla, skipað tveimur fulltrúum úr hverjum árgangi, mætti á staðinn og var skóla sínum til mikils sóma. Nemendur hlýddu á ávarp bæjarstjóra, barna-og menntamálaráðherra, pallborðsumræður ungmennaráðs og söng leikskólabarna. Að lokum var afmælissöngurinn sunginn þar sem Barnasáttmálinn átti afmæli í gær en 35 ár eru síðan Ísland skrifaði undir samningin.
Mörgum þótti líka spennandi að þarna svignuðu borð undan piparkökum og mandarínum fyrir gestina. Svo gengum við glöð aftur í skólann eftir að dagskrá lauk.
Við þökkum foreldrum fyrir góða samvinnu að koma börnunum í Salinn svona snemma morguns.






