Þau Emma Stefanía nemandi í 10. bekk og Eiður Fannar nemandi í 9. bekk tóku þátt í kaffihúsafundi með bæjarfulltrúum föstudaginn 12. september.
Á fundinum voru ræddar betur þær 10. tillögur sem bæjarstjórn fékk til umfjöllunar eftir Barnaþing Kópavogs sl vor. Í lok spjallsins forgangsröðuðu börnin tillögum eftir því hvað þeim fannst mikilvægast að hrinda í framkvæmd. Tillögunum var raðað í þessari röð af krökkunum:
Frítt í strætó fyrir öll börn
2. og 3. Fartölvur á unglingastigi OG Hátíð eins og Skrekkur
4. Hærri frístundastyrkur
5. Fleiri opnanir í félagsmiðstöðvum og meira miðstigsstarf
6. Morgunmatur í öllum skólum
7. og 8. Íþróttafélög taka meðvitað á móti fjölbreyttum hópi OG fleiri/lengri íþróttatímar
9. Ísbúð á Kársnesi
10. Göt í byrjun/lok skóladags
Þau Eiður og Emma stóðu sig með stakti prýði og voru flottir fulltrúar Smáraskóla og Þebu.


