Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi var haldin í Salnum miðvikudaginn 26. mars. Hátíðin var skemmtileg og hátíðleg og öll framkvæmd einkenndist af miklum metnaði.
Átján börn úr 7. bekk taka þátt í keppninni, tvö frá hverjum grunnskóla í Kópavogi. Fulltrúar Smáraskóla í ár voru Jón Reykdal og Margrét Fjóla. Þau stóðu sig með mikilli prýði, Margrét hlaut 3. verðlaun og Jón fékk sérstakt hrós fyrir framúrskarandi flutning. Tveir varafulltrúar frá Smáraskóla, þær Hekla Kristín og Júlía Dís, æfðu upplestur með Jóni og Margréti alveg fram á síðasta dag og hefðu orðið verðugir fulltrúar skólans ef til þess hefði komið.
Við í Smáraskóla erum afar stolt af árangri okkar fulltrúa og óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.

Posted in Fréttaflokkur.