Í dag var opið hús í skólanum þar sem nemendur sýndu afrakstur þemaverkefna tengdum fullveldisdeginum 1. desember.
10. bekkingar sáu um kaffi- og kökusölu í fjaröflunarskyni fyrir útskriftarferð.
Fjölmargir aðstandendur mættu og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.
Dagur íslenskrar tónlistar er í dag og af því tilefni komu nemendur saman á sal og sungu nokkur lög í tilefni dagsins.