Lestrardögum lauk formlega í dag. Undanfarna viku hafa nemendur keppst við að lesa sem mest og skráð afraksturinn á sýnilegan hátt á veggi skólans í formi sígildra tölvuleikja. Vonandi höldum við áfram að lesa sem mest þó átakinu sé lokið, hvetjum börnin og verum þeim góðar lestrarfyrirmyndir.
Í morgun heimsótti Gunnar Helgason rithöfundur nemendur í 4.-7. bekk. Þar kynnti hann bækur sínar og las úr nýjustu bók sinni „Stella segir bless!“.
Von er á fleiri heimsóknum rithöfunda næstu daga.