Barnamenningarhátíð

/Myndir Anton Brink

Marimbasveit Smáraskóla spilaði í anddyri Salarins og vígði þar nýja búninga sem þær unnu í samvinnu við Telmu Ýr snillismiðjukennara og Lilju textílkennara. Stelpurnar stóðu sig frábærlega.

Barnakór og Skólakór Smáraskóla sungu fyrir fullum sal inni á sviði Salarins. Þau sungu lög úr barnasöngleikjum og Eurovision lög. 32 börn mættu af þeim 52 sem skráð eru í kórana.

Framundan um næstu helgi er Landsmót Barnakóra sem haldið verður í Smáraskóla. 250 börn koma víðs vegar af landinu á mótið. Þema mótsins er Eurovision. Lokatónleikar kóramótsins verða í Digraneskirkju kl. 14 sunnudaginn 30.apríl.

Posted in Fréttaflokkur.